21. sep 13:30

Líf og ástir kvenna

Salurinn
3.900 - 4.500 kr.

Jóna G. Kolbrúnardóttir, Hildigunnur Einarsdóttir & Þóra Kristín Gunnarsdóttir.

Ljóðaflokkurinn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann hefur löngum verið vinsæll meðalflytjenda og áheyrenda. Ekki er að undra- tónlistin er undurfalleg og hittir beint í hjartastað.Ímynd konunnar í ljóðum flokksins er þó heldur flöt og óspennandi, þar sem hún er einungis til staðar til að elska manninn sinn og ala börn hans. Nú á dögum getur því verið vandasamt að finna þessum ljóðaflokk viðeigandi stað í ljóðatónleikadagskrá.

Svipað er uppi á teningnum með ljóðaflokkinn Mädchenblumen eftir Richard Strauss – tónlistin er einstaklega heillandi en konurnar eru hlutgerðar og líkt við blóm.

Á þessum tónleikum bjóðum við áheyrendum upp á að njóta þessara fallegu lagaflokka fyrir hlé. Þar er horfið aftur í aldirnar – við setjum hlutina í samhengi og njótum tónlistarinnar með opnum huga, því auðvitað var samfélagið á tímum Schumann og Strauss talsvert ólíkt okkar.

Eftir hlé kemur svo andsvarið frá Cheryl Frances-Hoad við ljóð Sophiu Hannah, eins konarnútíma-útgáfa af Frauenliebe und Leben. Frances-Hoad varð fyrir miklum innblæstri af Frauenliebe und Leben, tónlistin byggir á tónsmíðum Schumann og tengist þeim náið, en ljóðineftir Sophiu Hannah eru öllu nútímalegri og sýna ástarlíf konu í öðru ljósi.

Efnisskrá:

Richard Strauss: Mädchenblumen (Felix Dahn)

Robert Schumann: Frauenliebe und Leben (Adelbert von Chamisso)

Cheryl Frances-Hoad: One life stand (Sophia Hannah

FRAM KOMA

Jóna G. Kolbrúnardóttir

Söngur

Hildigunnur Einarsdóttir

Söngur

Þóra Kristín Gunnarsdóttir

Píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05. sep / kl. 20:30

Sjá meira