Þráhyggja, ástarsorg, dauði
Benedikt Kristjánsson og Mathias Halvorsen eru báðir eftirsóttir tónlistarmenn um heim allan. Hér takast þeir á við hinn magnaða sönglagaflokk Die schöne Müllerin (Malarastúlkuna fögru) eftir Franz Schuberts við ljóð Wilhelms Müllers.
Hinn ungi og óharðnaði malarasveinn leggur upp í ferðalag, fullur tilhlökkunar yfir komandi ævintýrum. Hann fellur fyrir hinni fögru dóttur malarans sem endurgeldur ekki tilfinningar hans. Alltumlykjandi náttúran verður virkur þátttakandi í þessu draumkennda og hárómantíska ferðalagi; frá birtu og sakleysis til örvæntingar, niðurbrots og að lokum tortímingar.
Tónlist Schuberts og ljóð Müllers.fanga á meistaralegan hátt hið innra og ytra ferðalag og draga hlustandann inn í heim öfgakenndra tilfinninga, ljóðrænu, dramatíkur, hamingju og sorgar, ástar og einmanaleika, lífs og dauða.
Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði
Franz Schubert & Wilhelm Müller
Die schöne Müllerin
- Das Wandern
- Wohin?
- Halt!
- Danksagung an den Bach
- Am Feierabend
- Der Neugierige
- Ungeduld
- Morgengruß
- Des Müllers Blumen
- Tränenregnen
- Mein!
- Pause
- Mit dem grünen Lautenbande
- Der Jäger
- Eifersucht und Stolz
- Die liebe Farbe
- Die böse Farbe
- Trockne Blumen
- Der Müller und der Bach
- Des Baches Wiegenlied