08.okt 13:30

Lífið (& Lækurinn)

2.600 - 5.200 kr.

Þráhyggja, ástarsorg, dauði

Benedikt Kristjánsson og Mathias Halvorsen eru báðir eftirsóttir tónlistarmenn um heim allan. Hér takast þeir á við hinn magnaða sönglagaflokk Die Schöne Mullerin eftir Franz Schuberts við ljóð Wilhelms Müllers.

Hinn ungi og óharðnaði malarasveinn leggur upp í ferðalag, fullur tilhlökkunar yfir komandi ævintýrum. Hann fellur fyrir hinni fögru dóttur malarans sem endurgeldur ekki tilfinningar hans. Alltumlykjandi náttúran verður virkur þátttakandi í þessu draumkennda og hárómantíska ferðalagi; frá birtu og sakleysis til örvæntingar, niðurbrots og að lokum tortímingar. Tónlist Schuberts og ljóð Müllers.fanga á meistaralegan hátt hið innra og ytra ferðalag og draga hlustandann inn í heim öfgakenndra tilfinninga, ljóðrænu, dramatíkur, hamingju og sorgar, ástar og einmanaleika, lífs og dauða.

Breyttur tími og aukin upplifun

Tíbrá verður með breyttu sniði í vetur. Tónleikarnir hefjast kl. 13:30 á sunnudegi en áður en þeir hefjast verður tónleikakynning, opin öllum, auk þess sem Krónikan verður með veitingasölu.

Ekki láta þessa einstöku menningarupplifun og huggulegu hádegisstund fram hjá þér fara í vetur: Góður matur, tónleikakynning og klassískir tónleikar.

Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði

FRAM KOMA

Benedikt Kristjánsson

Söngvari

Mathias Halvorsen

Píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira