08. okt 13:30

Lífið (& Lækurinn)

2.600 - 5.200 kr.

Þráhyggja, ástarsorg, dauði

Benedikt Kristjánsson og Mathias Halvorsen eru báðir eftirsóttir tónlistarmenn um heim allan. Hér takast þeir á við hinn magnaða sönglagaflokk Die schöne Müllerin (Malarastúlkuna fögru) eftir Franz Schuberts við ljóð Wilhelms Müllers.

Hinn ungi og óharðnaði malarasveinn leggur upp í ferðalag, fullur tilhlökkunar yfir komandi ævintýrum. Hann fellur fyrir hinni fögru dóttur malarans sem endurgeldur ekki tilfinningar hans. Alltumlykjandi náttúran verður virkur þátttakandi í þessu draumkennda og hárómantíska ferðalagi; frá birtu og sakleysis til örvæntingar, niðurbrots og að lokum tortímingar.

Tónlist Schuberts og ljóð Müllers.fanga á meistaralegan hátt hið innra og ytra ferðalag og draga hlustandann inn í heim öfgakenndra tilfinninga, ljóðrænu, dramatíkur, hamingju og sorgar, ástar og einmanaleika, lífs og dauða.

Ef keyptir eru miðar á alla tónleikana fæst 50% afsláttur af miðaverði

Franz Schubert & Wilhelm Müller
Die schöne Müllerin

  1. Das Wandern
  2. Wohin?
  3. Halt!
  4. Danksagung an den Bach
  5. Am Feierabend
  6. Der Neugierige
  7. Ungeduld
  8. Morgengruß
  9. Des Müllers Blumen
  10. Tränenregnen
  11. Mein!
  12. Pause
  13. Mit dem grünen Lautenbande
  14. Der Jäger
  15. Eifersucht und Stolz
  16. Die liebe Farbe
  17. Die böse Farbe
  18. Trockne Blumen
  19. Der Müller und der Bach
  20. Des Baches Wiegenlied

FRAM KOMA

Benedikt Kristjánsson

Söngvari

Mathias Halvorsen

Píanó

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

Sjá meira