Fjaðrafok | Dunandi sveifla í Salnum

Hljómsveitin Fjaðrafok heldur tónleika og ball með danskennslu í anddyri Salarins í Kópavogi. Hver tími hefur sína partýtónlist og á millistríðsárunum var það dunandi sveifla sem tryllti lýðinn. Hljómsveitin Fjaðrafok hefur einsett sér að endurvekja þessa stemningu með tónlist frá þeim tíma. Hljómsveitin verður með tónleika í anddyri Salarins í Kópavogi þar sem allir eru […]

Nú er laufið fölnað

Bryndís Guðjónsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir flytja lög og ljóð eftir konur á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi. Lögin, sem eru allt of sjaldan flutt, spanna yfir rúma öld í tónlistarsögunni, þau elstu eru frá aldamótum 1900 og þau yngstu glæný.  Efnisskrá Þórunn Franz ( 1931-2018) | Valgerður ÓlafsdóttirÁstarkveðja Selma Kaldalóns (1919-1984) | Oddný KristjánsdóttirDraumurinn […]

Hýrar hátíðir – Hinsegin hátíðartónleikar

Hvað er hýrara en hátíðirnar? Marglit ljós, glitrandi stjörnur, litskrúðugir pakkar og óvæntir glaðningar! Söngvararnir Helga Margrét, Vigdís Þóra og Villi Ósk færa þér ylhýr jólalög ásamt frábærri hljómsveit. Öll hýrustu jólalögin, lög eftir hinsegin tónskáld og flytjendur, ásamt öllum okkar uppáhalds lögum. Fylltu hjartað af kærleika, tilhlökkun og öllum litum regnbogans.  Hugljúf og skemmtileg […]

Kjalar – Kveðjutónleikar

Undanfarin misseri hefur tónlistarmaðurinn Kjalar stigið fram í sviðsljósið og spilað sig inn í hjörtu margra landsmanna. Með þátttöku sinni í Idol og Söngvakeppninni veturinn 2023 stimplaði hann sig inn sem frábæran nýliða í íslensku tónlistarsenunni. Síðan þá hefur hann komið fram víða og fengið að njóta sín sem söngvari, píanóleikari og lagahöfundur. Nú í […]

Gömlu góðu jólin

Manstu eftir gömlu góðu jólunum ? Kertaljós og spil eplalykt, dúnmjúkur snjór, englahár, samvera og kannski lýsir þetta fallega ljóð Ómars Ragnarssonar stemmingunni sem við ætlum að reyna að fanga betur en nokkuð annað. MANSTU GÖMLU JÓLIN?Manstu gömlu jólin; mjúkan, hvítan snjó?Manstu, hvað við vorum glöð og áttum alltaf nóg.Það var margt svo einfalt, sem […]

Tómas og við

Diddú, Örn Árna og Jónas Þórir kynna: Tómas og við – Íslenskar söngperlur við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Í þessari dagskrá ætla þau Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) ,Örn Árnason og Jónas Þórir píanóleikari að flytja okkur nokkur ljóða Tómasar Guðmundssonar og syngja nokkur af þeim lögum sem samin hafa verið við kvæðin. Inn á milli ljóða og […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2025

Jón úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, þriðjudaginn 21. janúar 2025. Við sama tilefni verða úrslit kunngjörð í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Jóns úr Vör. Hljómsveitin Brek frumflytur nýtt lag við ljóð Jóns úr Vör. Boðið verður […]

Jólajazz!

Jazzkonur kynna, Jólajazz! Nokkrar af fremstu djasssöngkonum landsins að blása til tónlistarveislu á aðventunni þann 29. og 30. nóvember í Salnum Kópavogi.  Með þeim leikur tríó Vignis Þórs Stefánssonar. Sérstakur gestur er Bogomil Font. Ekki missa af þessu! Fram koma söngkonurnar: Kristjana Stefáns Rebekka Blöndal Silva Þórðardóttir Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir Sigrún Erla Grétarsdóttir  Sérstakur gestur: […]

Vistarverur

KIMI tríó skipa Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, söngkona, Katerina Anagnostidou, slagverksleikari og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari. Á efnisskrá eru frumflutningur á Livia‘s Room eftir Þuríði Jónsdóttur og nýju verki eftir Kolbein Bjarnason. KIMI hefur vakið verðskuldaða eftirtekt og viðurkenningu fyrir ferskt og áhugavert efnisval en þau hafa starfað náið með fjölda tónskálda auk þess að hafa einbeitt sér […]

Í draumheimum

Draumar og þrár eru viðfangsefni þessara heillandi tónleika þar sem fléttast saman sígildir smellir og splunkuný tónlist í túlkun Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur, sópransöngkonu og Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara. Hér mætast draumkennd stef úr ólíkum áttum: Barnagælur, poppmúsík, leikhústónlist, einleiksverk og sönglög eftir nokkur af ástsælustu tónskáldum tónlistarsögunnar svo sem Franz Schubert, Jean Sibelius, Sergei Rachmaninov […]

Tímans kviða

Boðið verður upp á tónleikaspjall þar sem veitt verður innsýn í efnisskrá Tíbrártónleika dagsins hálftíma fyrir tónleikana, klukkan 13:00. Hér fléttast saman mögnuð kammerverk frá ólíkum heimum í  flutningi píanókvartettsins Neglu en hann skipa fjórar ungar tónlistarkonur í fremstu röð; Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla, Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóla, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, selló og Þóra Kristín Gunnarsdóttir […]