Kafka fragments

Meistaraverkið Kafka Fragments (1985-6) eftir ungverska tónskáldið György Kurtág er óvenjulegt og nýstárlegt í tónmáli og efnistökum og hefur einungis einu sinni verið flutt hér á landi, enda afar krefjandi fyrir flytjendur. Verkið er sérstakt fyrir margar sakir og er eitt fárra verka sem samin hafa verið fyrir sópran og fiðlu og án efa það […]
Jóla Ella

Jólatónleikar til Heiðurs Ellu Fitzgerald
Sólótónleikar með Benna Hemm Hemm

Benni Hemm Hemm hefur gert víðreist með hljómsveit sinni undanfarið og gefið út meiri tónlist en nokkru sinni fyrr á sínum tuttugu ára ferli. Miðvikudaginn 22. nóvember gefst tækifæri til að sjá Benna Hemm Hemm einan á sviði í Salnum í Kópavogi þar sem hann mun flytja lög sín í sinni einföldustu mynd, vopnaður gítar […]
Mandólín | Útgáfutónleikar

Gleðisveitin Mandólín fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með fjörugum laugardagstónleikum í Salnum. Á efnisskrá er skemmtitónlist í bland við tregatóna frá ólíkum heimshornum. Finnskur og argentínskur tangó, líbönsk danssveifla, klezmerfjör og balkanmúsík og sígrænar ballöður, sumar í sérstökum tyllidagabúningi í tilefni dagsins. Hljómsveitin Mandólín var stofnuð í garðskála í Kópavogi árið 2014 og hefur starfað […]
Jól & næs

Jónas Sig, Ragga Gísla, Hildur Vala, Jón Ólafs og Ingibjörg Turchi Í fyrra kom þessi frábæri hópur tónlistarfólks saman og flutti uppáhalds jólalögin fyrir tónleikagesti. Þau koma úr ýmsum áttum og prógrammið er því æði fjölbreytt og jafnvel ófyrirsjáanlegt! Upplifðu næs jólastund með frábæru tónlistarfólki við bestu aðstæður. Jól & næs!
Teldu upp að tíu – Uppistand

Hin óborganlega Salka Gullbrá hitar upp!
Eyjapistlarnir ógleymanlegu | Gísli Helgason og Eyjalögin

16. sept. skrifaði Ómar Garðarsson ritstjóri Eyjafrétta:„Meðal merkustu viðburða á Goslokahátíð 2023 var dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu í Ríkisútvarpinu. Voru þeir á dagskránni frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þar voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir, afmæliskveðjur og birt viðtöl við fólk sem í gosinu var tvístrað vítt og breitt […]
Baðtal

Vídjóverkið sýnir ung pör ræða saman um hvað felist í sambandi; fjölbreytilegar hugmyndir um hvað ást sé. Þau ræða saman inni á baðherbergjum og svara spurningum um ást og sambönd þannig að einlægt samtal myndist. Verkið nefnist Baðtal og það er skyggnst inn í einkalíf para með ýmsum umræðum og sögu. Hvað er ástin fyrir […]
Kynningarfundur á aðalnámskrá leikskóla

Kynning á breytingum á aðalnámskrá leikskóla, á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis
Ævintýrastuð með Þresti Leó og Góa

Leikararnir Þröstur Leó og Gói ætla að bjóða í stuðveislu í Salnum. Þar munu þeir opna stóru ævintýrabókina og hver veit nema allt verði vitlaust…eða rétt. Það kemur í ljós. Sýningin er þannig upp byggð að list leikarans fær að njóta sín. Leikmynd og búningar af skornum skammti og ímyndunaraflið nýtt til hins ýtrasta hjá […]
Ljóðrænn og kraftmikill er saxófónninn

Duo Ultima er skipað þeim Guido Bäumer á saxófón og Aladár Rácz á píanó. Á þessum tónleikum flytja félagarnir einkar kraftmikla og spennandi efnisskrá þar sem hljóma þrjú splunkuný tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Charles Ross og Wes Stephens en verkin voru öll samin sérstaklega fyrir Duo Ultima. Ásamt nýju verkunum flytja þeir félagar sónötur […]
Vor og regn

Eggert Reginn Kjartansson tenór, Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari tengja saman sónötur og sönglög eftir Beethoven og Brahms. Boðskapur tónleikanna er að öll él birtir upp um síðir og þrátt fyrir erfiðleika og áföll heldur lífiðalltaf áfram og allt getur blómstrað á ný. Í ljóðaflokknum An die ferne Geliebte syngur söngvarinn óð […]