14. apr 13:30

Upphaf (& endir)

3.900 - 4.500 kr.

Sameining, sólarlag, þróun 

Tvær kynslóðir framúrskarandi tónlistarmanna taka höndum saman á þessum tónleikum.

Þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari eiga að baki náið samstarf í lífi og leik; Hrafnhildur Marta og Helga Bryndís eru mæðgur og Guðbjartur og Hrafnhildur Marta eru hjón.

Hér stíga þremenningarnir í fyrsta sinn fram sem píanótríó og bjóða upp á tvö af sínum eftirlætis kammerverkum.

Meistaraverk Schuberts, Es-dúr tríóið op.100, er eitt af síðustu verkum tónskáldsins, stórbrotið verk sem tekur um 50 mínútur í flutningi, fullt af unaðslegum laglínum, ljóðrænu og dramatík.

Es-dúr tríóið er verk fullþroskaðs tónskálds á hápunkti ferils síns en sem mótvægi hljómar svo fyrsta verk eftir annan meistara tónbókmenntanna, Dmitri Shostakovich, sem samdi píanótríó sitt nr. 1 op. 8 eftir að hafa verið við nám í konservatoríinu í Leníngrad í þrjú ár.

Efnisskrá

Franz Schubert
Píanótríó í Es-dúr ópus 100

Dmitri Shostakovich
Píanótríó nr. 1 ópus 8


Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall í forsal Salarins þar sem fjallað verður um efnisskrá dagsins. Tónleikakynningin kl. 12:30 og stendur í um 30 mínútur.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Hægt verður að kaupa og njóta ljúffengra veitinga frá veitingastaðnum Krónikunni í forsal Salarins frá klukkan 12.

FRAM KOMA

Helga Bryndís Magnúsdóttir

Guðbjartur Hákonarson

Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir

Deildu þessum viðburði

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12. maí / kl. 13:30

24. maí / kl. 20:00

Sjá meira